Hjá okkur er töluverð reynsla til staðar í leitarvélabestun.
Leitarvélabestun er orð yfir það þegar farið er yfir vefsíðu og henni breytt til að auka möguleika á að birtast ofar í niðurstöðum leitarvéla.
Er leitarvélabestun flókin?
Í grunninn er leitarvélabestun ekkert svo flókin. Það er hægt að fara út í ýmsar flóknar og viðamiklar aðgerðir til að hámarka í topp árangurinn en, svona á heildina litið, þá þarf ekkert að fara í þær allar til að ná nokkuð góðum árangri, sé litið til lengri tíma.
Hvað virkar vel í leitarvélabestun?
Til að átta sig á því hvað þarf að gera til að heilla leitarvélarnar þá þarf maður eiginlega bara að setja sig í spor þess sem er að leita.
- Er ég með efni á síðunni sem einhver leitar að?
- Er efnið sett skýrt og skiljanlega upp á síðunni?
- Er samræmi í efninu á síðunni?
- Er ég nokkuð með mikinn óþarfa á síðunni?
Okkar árangur í leitarvélabestun
Það er auðvelt að segja eitthvað og þykjast vera sérfræðingur í þessum málum. Hér fyrir neðan höfum við nokkur dæmi um árangur okkar leitarvélabestun. Þetta eru dæmi um síður sem við höfum komið að í gegnum tíðina.
vefhysingar.is (leitarorðið “vefhýsing”)
Þetta er vefhýsingarþjónustan okkar. Það tók okkur ekki nema um einn mánuð að komast í topp 5 á Google fyrir leitarorðið “vefhýsing”.
eldeykiwanis.is (leitarorðin “salur til leigu”)
Við fórum yfir uppsetningu og efni á kynningarsíðu fyrir útleigu á sal Eldeyjar Kiwanisklúbbs. Árangurinn er sá að nú er síðan þeirra í topp 5 á Google fyrir leitarorðin “salur til leigu”.
einkathotur.com (leitarorðið “einkaþotur”)
Lítil kynningarsíða á kostum þess að leigja sér einkaþotu í stað þess að notast við áætlunarflug. Síðan er í efsta sæti á Google þegar þetta er skrifað.
timaskraning.is (leitarorðið “tímaskráning”)
Þessi síða er búin að vera til ansi lengi og hefur allan tímann verið mjög ofarlega í niðurstöðum á Google og öðrum leitarvélum. Enda veitir síðan hnitmiðaðar upplýsingar um tiltekið efni.
stimpilklukka.is (leitarorðið “stimpilklukkur”)
Eins og timaskraning.is er þessi síða búin að vera til ansi lengi. Hún hefur líka verið mjög ofarlega í niðurstöðum á Google og öðrum leitarvélum í langan tíma.
eltak.is (leitarorðið “vogir”)
Það þarf ekki alltaf að vera með allar nýjustu lausnir í uppsetningu síðunnar til að birtast ofarlega í niðurstöðum leitarvéla. Eltak.is er gott dæmi um það. Í hátt á annan áratug hefur verið notast við sama bakendakerfi til viðhalds á síðunni. Galdurinn hér er, eins og oft, efnið sjálft. Skýrt og vel sett upp. Segir það sem segja þarf. Eltak.is birtist líka ofarlega fyrir mörg önnur leitarorð tengdum sama geira. T.d. “heilsuvogir” og “pallvogir”.
lentilsolu.com (leitarorðin “lén til sölu”)
Þetta er síðan þar sem við kynnum lénin sem við erum að höndla með fyrir viðskiptavini okkar og okkur sjálf. Það tók ekki langan tíma að fara að birtast ofarlega í niðurstöðum á Google með svona einfalda og skýra uppsetningu á efni. Facebook síðan okkar þessu tengdu birtist svipað ofarlega líka.