Afritun

Eitt það versta sem hægt er að lenda í er að tapa gögnum. Hugbúnaðurinn og vélbúnaðurinn, netsambandið, jafnvel húsið, má hverfa. En ef gögnin týnast getur það verið óbætanlegt.

Afritun

Við aðstoðum við að gera gögnin þín öruggari með sjálfvirkri afritun. Við mælum með afritun innanhúss og utan. Þannig tapast gögnin ekki ef t.d. bruni, innbrot eða vélarbilun á sér stað.

Við getum sérsniðið lausnina að þinni uppsetningu. Skiptir engu hvaða „skýjalausnir“ þú ert að nota. Við finnum hentuga leið til að auka við gagnaöryggið þitt.

Láta okkur setja upp afritun fyrir þig?